Skip to content

RN 3500 gríðar öflugt 3500lm hjólaljós

frá Olight
Uppselt
Original price 41.290 kr. - Original price 41.290 kr.
Original price
41.290 kr.
41.290 kr. - 41.290 kr.
Current price 41.290 kr.

RN 3500 er lítið en sterkbyggt ljós fyrir reiðhjól, sem nær hámarks lýsingu allt að 3500 lúmen og vegur einungis 110 gr. Ljósið uppfyllir skilyrði fyrir hjólafólk í fjalla- og götuhjólreiðum sem þurfa mikla lýsingu, sérstaklega þegar hjólað er á hraðri ferð og í myrkri.

Ljósið er búið 5 hágæða LED díóðum sem er beint eftir bæði 31° og 22° gráðu linsum. Linsurnar skapa sterkan og jafnframt stöðuga lýsingu sem lýsir upp hvaða landslag sem er. Með ljósinu fylgir kraftmikil 5,200 mAh rafhlaða sem gerir það að verkum að hægt er að njóta allra ævintýranna sem dagarnir bjóða upp á, jafnvel langt eftir myrkur.

Ljósið uppfyllir þær fjölmörgu kröfur sem hjólreiðafólk í ólíku umhverfi gæti haft. Það passar bæði á handfang og hjálm, ljósið er auk þess mjög létt og því ættu notendur ekki að finna mikið fyrir því við notkun. Ljósastillingarnar eru nokkrar því hægt er að stilla ljósið frá 100 lúmen og upp í hæsta birtustig í 3500 lúmen. Umgjörð ljóssins er úr áli sem hefur staðist vatnsþrýstings- og hitaprófanir (frá -20°C~40°C) og ætti það því að henta vel jafnt hjólreiðafólki sem skíðafólki, í útilegur og fleira.

Eiginleikar

  • Lítið að stærð en með sterku ljósi, 3500 lúmen, sem er kjörið til að lýsa upp fjölbreytt landslag.
  • Útbúið hágæða linsu sem gerir skiptingu á milli beinnar og breiðrar lýsingar auðvelda.
  • Breytilegar stillingar fyrir allskonar útivistarævintýri eftir myrkur.
  • Ljósið er auðvelt í notkun. Með einum takka er hægt að velja vistaðar stillingar og fara strax af stað.
  • Til að uppfylla mismunandi kröfur notenda eru nokkrar ólíkar en öruggar leiðir til að festa ljósið á hjálm eða hjól.
  • Í ljósinu er innbyggt hitastillikerfi og sérstakt kælibarð sem tryggja gæði í ólíkum veðuraðstæðum.
  • Umgjörðin á ljósinu er úr CNC unnu áli með IPX 5 vatnsheldni sem gerir ljósið hentugt í fjölbreyttu veðurfari.
  • Hægt er að nota handhægu 5,200 mAh rafhlöðuna sem hleðslubanka.
  • Auðvelt er að lesa stöðuna á rafhlöðunni bæði á ljósinu sjálfu og hleðslubankanum.
  • Ljósið hentar fyrir handföng í eftirfarandi stærðum: 25.4mm, 28mm, 31.8mm, 35mm og aero sharp.

Birtustillingar og tími