
Warrior X 2.000 lm vasaljós *SÝNISHORN*
Síðasta stykkið af Warrior X sem við eigum.
Umbúðir hafa verið opnaðar en aukahlutirnir ekki snertir svo þeir eru bara glænýjir.
Ljósið sjálft hefur verið til sýnis og lítur út sem nýtt. Svamp vantar í umbúðaboxið og er það því pakkað inn í bóluplast.
Warrior X er afurð 10 ára framleiðslu Warrior-seríunnar sem atvinnuvasaljós. Útgeislunin er upp á 2.000 lúmens að hámarki, drægni geisla er upp á 560 metra og þolir kröftugt fall úr tveggja metra hæð án þess að það komi sprungur í linsuna. Warrior X er með segulhleðslurofa fyrir beina hleðslu og áður óþekktum eiginleika, titrara fyrir hleðslustig rafhlöðunnar. Warrior X er mætt til að uppfylla hörðustu kröfurnar.
Hefur þú einhvern tímann upplifað að reyna að finna vararafhlöðu af því að rafhlaðan tæmdist?
Hvað um viðvörun um litla hleðslu sem fer í gang þegar þú vilt láta lítið bera á?
Warrior X uppfyllir þessar þarfir. Við höfum útbúið innbyggðan mótor sem titrar til að minna þig á að hleðslan er lítil. Þessi nánast hljóðlausi titringur lætur þig vita hve mikil hleðsla er eftir, jafnvel í myrkri, til að gera þér kleift að undirbúa þig fyrirfram.
Eiginleikar
- Með 15A háhleðslu 3000mAh 18650 litíumrafhlöðu gefur Warrior X 2.000 lúmena útgeislun og dregur 560 metra.
- Þykkur álhúðaður búkur og 3 mm perluglerslinsu (hert gler) gerir Warrior X kleift að standast kröftugt fallpróf úr tveggja metra hæð.
- Hljóðlátt og auðvelt í meðförum. Slitþolinn rofi aftan á, útbúinn fyrir notkun í umhverfi þar sem hljóðleysi er lykilatriði.
- Vistvænt og endurhlaðanlegt. Hlaðið beint um lokið aftan á með Olight MCC USB-hleðslusnúrunni til að forðast tíð rafhlöðuskipti.
- Fyrsta atvinnuvasaljósið sem lætur þig vita hleðslustigið með titringi hvenær sem er án þess að þú sjáir það.