Skip to content

CRI-1250R sambyggt 1250 lm skoðunarljós - þegar smáatriðin skipta máli

frá Unilite
Original price 12.733 kr. - Original price 12.733 kr.
Original price
12.733 kr.
12.733 kr. - 12.733 kr.
Current price 12.733 kr.

CRI-1250R er endurhlaðanlegt, öflugt CRI96+ 1250 lúmena fyrirferðarlítið skoðunarljós. Þrjár litbrigðastillingar upp á 2700K/4500K/6500K og auka 5W 385nm UV LED gerir ljósið tilvalið fyrir vinnu við bílaviðgerðir, ýmis smáatriði, málun og múrvinnslu. Veðurþolið og höggþolið miðað við IP65 og IK07 staðla, sem tryggir bæði endingu og styrkleika. Sterkir seglar aftan á og á búknum og útdraganlegur upphengikrókur sem snýst í 360° veita tækifæri til handfrjálsrar notkunar við margs konar aðstæður. LED hleðsluljós sýnir stöðu rafhlöðunnar. Hægt að hlaða með USB C og segulhleðslutæki.

Eiginleikar

 • 1250 lúmena 10W há CRI 96+ COB LED
 • Þriggja litbrigða COB LED – CCT: 2700k/4500k/6500k
 • Þrýstið og haldið til að breyta ljósstillingu
 • 250 lúmena 3W SMD LED flóðgeisli að ofan
 • 5W UV LED að framan (385nm)
 • Sérlega sterkbyggt úr áli og polycarbonate
 • Sterkir seglar aftan á og á búk
 • Útdraganlegur upphengikrókur sem snýst í 360°
 • Endurskinsborði umhverfis LED peruna
 • LED ljós sem sýna stöðu rafhlöðu og hleðslu
 • Innbyggður hleðslubanki fyrir hleðslubúnað
 • Hraðari hleðsla með 2A USB C – fimm klst. Hleðslutími
 • Segulhleðslustöð og 1m USB hleðslusnúra fylgja