Fara í efni

Navigator2 DX 3.500 lm hjálmaljósasett

frá Lumonite
Upprunalegt verð 69.900 kr. - Upprunalegt verð 69.900 kr.
Upprunalegt verð
69.900 kr.
69.900 kr. - 69.900 kr.
Núverandi verð 69.900 kr.
Lumonite Navigator2 er öflugt hjálmljós sem hannað er fyrir krefjandi notkun. Það veitir stöðug 3.500+ lúmen án þess að aflið minnki, er fyrirferðarlítið og létt. Lumonite Navigator2 hefur áunnið sér sess í heimi mótorsports (akstursíþrótta). Þessi glænýja útgáfa slær fyrri eintökum við á allan hátt – það er bjartara – það dregur lengra – það endist lengur – það er fallegra – það er með hina nýju Slimcore rafhlöðu…

Samsettur geisli Lumonite Navigator2 lýsir upp allt sjónsviðið samtímis. Geisli þess nær allt að 300 metrum og víðfeðmi þess lýsir auðveldlega upp nálæg svæði.

Lumonite Slimcore 75 litíum jónarafhlaða
Ljósið gengur fyrir Slimcore 75 litíum jónarafhlöðu (li-ion), sem hægt er að festa – auk þess að setja í vasa – á belti eða stöng á reiðhjóli með fjölnota Slimholder-festingunni sem fylgir. Fullkomlega hentugt rafhlöðuvesti er einnig til sem aukahlutur. Slimcore 75 rafhlaðan er útbúin fimm stiga hleðsluljósi þar sem hægt er að skoða stöðu rafhlöðunnar hvenær sem er með því að ýta á sérstakan rofa. Sellurnar eru varðar með sterkri álklæðningu. Aflstýringarkerfið bregst notandanum ekki þegar rafhlaðan tæmist því Navigator2 ljósið heldur áfram að lýsa með um það bil 250 lúmenum í yfir klukkutíma áður en ljósið slokknar.

Innihald settsins
Lumonite DX3500 ljós með D-nut Gopro festingu
Lumonite DX3500 hlífðarhulstur fyrir ljósið
Lumonite Slimcore 75 litíum jónarafhlaða
Lumonite Slimholder rafhlöðufesting og fylgihlutir
Lumonite DXEC50 framlengingarsnúra, 50 sm
Lumonite D-wall 240V hleðslutæki (EU)
Lumonite Sticker 360 Gopro hjálmfesting
Lumonite snúru-hjálmfestingar
Lumonite Navigator2 bæklingur (EN/FI/SE/DK)
Lumonite DX taska