Skip to content

Seeker 2 Pro 3.200 lm vasaljós

frá Olight
Original price 27.058 kr. - Original price 27.058 kr.
Original price
27.058 kr.
27.058 kr. - 27.058 kr.
Current price 27.058 kr.
Seeker 2 pro er öflugt, endurhlaðanlegt LED-vasaljós með hliðarrofa. Það gengur fyrir einni 5000mAh 21700 sérhannaðri endurhlaðanlegri Li-ion rafhlöðu sem gerir kleift að ná 3.200 lúmena hámarksútgeislun. Í því eru gæða LED-díóða ásamt TIR-linsu, sem veitir fullkomna lýsingu fyrir meðal- og litlar fjarlægðir. Seeker 2 pro er með stóran hliðarrofa sem staðsettur er nærri höfði ljóssins og þægilegt er að nota þumalinn á, ásamt því að ljós beggja megin rofans sýna greinilega hleðslustöðu rafhlöðunnar og birtustillinguna. Með hrjúfu fingurgripi og sílíkonyfirborði í samræmi við lófalögun er Seeker 2 pro vinnuvistfræðilega hannað sem einstaklega þægilegt vasaljós með góðu gripi.
Seeker 2 pro fylgir 119 sm löng 1A USB-segulhleðslusnúra (MCC1AL passar við OLIGHT S1R / S1R II / S2R / S2R II / H1R / H2R / M2R / Warrior X / Seeker 2 Pro). L-hleðslustöðina sem fylgir má festa upp á vegg nálægt rafmagnsinnstungu til að veita skjótt og auðvelt aðgengi. USB-segulhleðslusnúran er auðveld í notkun, passar við flest USB-tengi og gerir þetta ljós upplagt til notkunar við lýsingu heima, í útivist eða á vaktinni.

Eiginleikar
  • Fyrirferðarlítið og öflugt. Gefur á ótrúlegan hátt 3.200 lúmena hámarksútgeislun og drægni upp á 250 metra, sem gerir það að flaggskipinu þegar kemur að lýsingu.
  • Þægileg L-hleðslustöð fylgir. Hægt að festa á vegg eða borð innandyra, nærri rafmagnsinnstungu og nýta hana þannig sem fasta hleðslustöð fyrir Seeker 2 pro ljósið þitt.
  • Með virkniljós á báðum hliðum. Fjögur mismunandi ljós á hægri hlið sýna hleðslustig rafhlöðunnar og fjögur á vinstri hlið sýna birtustigið.
  • Hrjúft sílíkonyfirborð gripsvæðisins í samræmi við lófalögun gera það mjúkt og stöðugt.
  • Breytt öflug 21700 endurhlaðanleg Li-ion rafhlaða er sem stendur öflugasta 5000mAh rafhlaðan í sinni stærð til að fá langa endingu.